Bolafótur - breyting á aðalskipulagi skipulagslýsing

Bolafótur - breyting á aðalskipulagi skipulagslýsing

Sveitarfélagið Reykjanesbær kynnir lýsingu við breytingartillögu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020 ‐ 2035 þar sem gert er ráð fyrir að stækka miðsvæði M11 inn á opið svæði OP2. Gert er ráð fyrir að svæði M11 stækki um 1,3 ha inn á grænt svæði OP2, opið svæði við Njarðvíkurskóga. Svæði OP2 minnkar um 1,3 ha, fer úr 44,5 ha í 43,2 ha.

Nánari gögn eru á vef sveitarfélagsins og í skipulagsgátt skipulagsstofnunar. Umsagnir berist á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is eða https://skipulagsgatt.is mál nr. 345/2024

Athugasemdafrestur er til og með 10. apríl 2024.

Skipulagslýsing