Breyting á Aðalskipulagi 2020-2035

Breyting á Aðalskipulagi 2020-2035

AT12 Sunnan Fitja stækkun

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 21. nóvember 2023 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í því að stækka landnotkunarreit AT12 til suðurs um 4,4 ha. Fyrirhuguð stækkun tekur til skipulagssvæða AT12 og OP26 sunnan við Reykjanesbraut.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Reykjanesbær 7. desember 2023

Breyting á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035