Fitjar

Fitjar

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi 3. maí 2022 að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagstillögur í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Reykjanesbær leggur fram nýtt deiliskipulag fyrir Fitjar samkvæmt uppdrætti Glámu - Kím dags. 31. ágúst 2021. Deiliskipulagssvæðið er u.þ.b. 29 ha að stærð og afmarkast af lóðum við Fitjabakka og Fitjabraut til norðurs, strandlínu til austurs, Njarðarbraut til vesturs og suðurs og Víkingaheimum til suð-austurs. Markmið skipulagsins er efla lýðheilsu í nánd við náttúru, tryggja náttúruvernd og stuðla að náttúruskoðun. Svæðið er eftirsótt útivistarsvæði og ríkt af fuglalífi. Deiliskipulagstillagan sameinar uppbyggingu svæðis fyrir atvinnulíf og heilsueflingu bæjarbúa í samræmi við kröfur um náttúruvernd. Tillagan er auglýst samhliða endurskoðun Aðalskipulags.

Tillagan er til sýnis frá og með 12. maí til 30. júní 2022. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. júní 2022. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ. Eða á netfang skipulagsfulltrúa skipulag@reykjanesbaer.is

Uppdráttur 

 Umhverfisskýrsla