Fyrsti bekkur verður fjölmennasti árgangurinn í haust

Frá viðburði í Akurskóla.
Frá viðburði í Akurskóla.

Börn fædd árið 2011 sem munu setjast á skólabekk í 1. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar í haust munu skipa fjölmennasta árgang skólanna. Þetta kom fram á fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar sl. föstudag.

Nú er hafin vinna við að undirbúa komu nýrra nemenda í grunnskólana í haust og er að ýmsu að hyggja m.a. nemendafjölda. Skráning nýnema fer fram á sjálfsafgreiðsluvefnum Mitt Reykjanes.