Opið fyrir innritun nemenda í 1. bekk grunnskólanna skólaárið 2017-18

Myllubakkaskóli á hátíðisdegi.
Myllubakkaskóli á hátíðisdegi.

Innritun nemenda í 1. bekk (fædd 2011) fer fram á vef bæjarins https://mittreykjanes.is. Vegna skipulagningar skólanna fyrir næsta skólaár er mikilvægt að innritun ljúki tímanlega.

Lögheimili nemenda ræður því í hvaða hverfisskóla þeir eiga námsvist en upplýsingar um skólahverfi eru á heimasíðu Reykjanesbæjar

Skólasetning í grunnskólum Reykjanesbæjar á skólaárinu 2017 – 2018 verður þriðjudaginn 22. ágúst. Nánari upplýsingar birtast á heimasíðum skólanna.