Starfsdagur starfsfólks grunnskóla í Stapa

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir ræddi m.a. um hvernig ná megi góðum árangri úr teymisvinnu. Hún kall…
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir ræddi m.a. um hvernig ná megi góðum árangri úr teymisvinnu. Hún kallaði erindi sitt Fargmöldun.

Stapi var þétt setinn í dag þegar starfsfólk grunnskólanna í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði var þar samankomið til þess að hlýða á fræðsluerindi. Starfsfólk grunnskóla í sveitarfélögunum þremur héldu sameiginlegan starfsdag í dag.

Starfsdagar eru hluti af símenntun kennara og annars starfsfólks grunnskóla. Dagskráin í Stapa samanstendur af þremur fræðsluerindum þar sem komið er inn á ýmsa þætti í starfsumhverfi kennarar og starfsfólk skóla. Hvernig auka megi vellíðan í starfi, hvernig megi ná sem mestu út úr teymisvinnu og hvað þurfi að gera til að ná árangri. Fyrirlestrar í dag voru Einar Trausti Einarsson, Þórhildur Helga Þorleifsdóttir og Sigurður Ragnar Eyjólfsson.

Hér má sjá að Stapi var þétt setinn alveg yfir í salinn Merkines