- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Stapi var þétt setinn í dag þegar starfsfólk grunnskólanna í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði var þar samankomið til þess að hlýða á fræðsluerindi. Starfsfólk grunnskóla í sveitarfélögunum þremur héldu sameiginlegan starfsdag í dag.
Starfsdagar eru hluti af símenntun kennara og annars starfsfólks grunnskóla. Dagskráin í Stapa samanstendur af þremur fræðsluerindum þar sem komið er inn á ýmsa þætti í starfsumhverfi kennarar og starfsfólk skóla. Hvernig auka megi vellíðan í starfi, hvernig megi ná sem mestu út úr teymisvinnu og hvað þurfi að gera til að ná árangri. Fyrirlestrar í dag voru Einar Trausti Einarsson, Þórhildur Helga Þorleifsdóttir og Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
