Alþjóðlegur dagur kennara er 5. október

5. október ár hvert er alþjóðadagur kennara.
5. október ár hvert er alþjóðadagur kennara.

Við óskum öllum kennurum í Reykjanesbæ innilega til hamingju með daginn, en í dag fimmtudaginn 5. október er Alþjóðadegi kennara fagnað um heim allan. Yfirskriftin að þessu sinni er Faglegt frelsi – styrkjum stöðu kennara.

Markmiðið með deginum hefur ávallt verið að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna í heiminum, en líka að efla samtakamátt kennara og huga að hvernig menntun barna verður best háttað í framtíðinni.

Við erum þakklát kennurum sem leggja sig alla fram á hverjum degi við að mennta og móta hugi framtíðarkynslóða.