Táknmálsstafróf í alla leikskóla

Þröstur Friðþjófsson frá Félagi heyrnalausra afhendi Ingibjörgu Bryndísi leikskólafulltrúi á dögunu…
Þröstur Friðþjófsson frá Félagi heyrnalausra afhendi Ingibjörgu Bryndísi leikskólafulltrúi á dögunum veggspjöld ætluð leikskólum Reykjanesbæjar.

Félag heyrnarlausra gefur öllum deildum leikskóla á Íslandi veggspjald með íslenska táknmálsstafrófinu. Tilgangur með gjöfinni er að gefa börnum tækifæri á að læra að stafa einfaldar setningar eins og nöfn sín og fjölskyldu á táknmáli.

Markmiðið með þessu er að börnin kynnist því að hægt sé að tala með höndunum og þau öðlist reynslu í því að hafa kynnst táknmálinu þó ekki sé nema lítillega í byrjun. Vonandi verður veggspjaldið til að auka áhuga barnanna á táknmálinu og þau hafi gaman af.