Hverfahleðslustöðvar opnaðar við Keili

Nú hafa verið opnaðar tvær hverfahleðslustöðvar við Keili á Ásbrú og er þetta þriðja staðsetningin af þeim fjölmörgu sem væntanlegar eru í Reykjanesbæ.

Hér meðfylgjandi er mynd af annarri stöðinni við Keili en þar eru tvær stöðvar og hægt að hlaða fjóra bíla samtímis. Orka Náttúrunnar sér alfarið um rekstur á stöðvunum og allar upplýsingar er að finna á heimasíðu þeirra eða í ON appinu. Í appinu má finna kort af þeim stöðvum sem komnar eru upp í Reykjanesbæ og þar má einnig sjá hvaða stöðvar eru lausar hverju sinni. Nánari upplýsingar um uppbyggingu á hverfahleðslum í Reykjanesbæ má finna hér.

Hvað eru hverfahleðslur?

Hverfahleðslur eru AC hleðslustöðvar með allt að 22kW afli og eru staðsettar í alfaraleið fyrir rafbílaeigendur. Þessar hleðslustöðvar eru hugsaðar þannig að auðvelt sé að hlaða þegar fólk er á ferðinni yfir daginn en einnig að þær nýtist nærliggjandi íbúðum og þannig sé komið til móts við fólk sem ekki hefur tök á að hlaða heima fyrir.

Við þökkum íbúum fyrir frábærar viðtökur á hverfahleðslunum, hvetjum íbúa til þess að nýta sér stöðvarnar fyrir sína bíla og taka þannig þátt í orkuskiptunum með okkur.