Kalka hefur dreifingu á endurvinnslutunnum í næstu viku

Flokkað hefur verið í Ráðhúsi Reykjanesbæjar undanfarin fimm ár. Hér er litið inn í sorpgeymsluna s…
Flokkað hefur verið í Ráðhúsi Reykjanesbæjar undanfarin fimm ár. Hér er litið inn í sorpgeymsluna sem heitir Framtíðarlandið. Úrgangur til endurvinnslu varð mun fyrirferðarmeiri en sorpið eftir að endurvinnsla hófst.

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, Kalka, mun hefja dreifingu á endurvinnslutunnum til eigenda íbúðarhúsa á Suðurnesjum miðvikudaginn 15. ágúst. Áætlað er að dreifingin taki rúmlega tvær vikur. Ein tunna er áætluð fyrir hverja íbúð og biður Kalka fólk um að huga að bestu staðsetningu tunnunnar.

Eftir að dreifingu lýkur verða tvær tunnur frá Sorpeyðingarstöðinni fyrir utan hvert íbúðarhús á Suðurnesjum. Áfram verður grá tunna fyrir almennan heimilisúrgang (sorp) og svo græn fyrir endurvinnanlegan úrgang. Sérstakur kynningarbæklingur verður sendur í öll hús um leið og grænu tunnunum verður dreift. Þar verða upplýsingar um hvað má setja í grænu tunnuna og um losunartíma. 

Hér má lesa orðsendinguna frá Kölku sem dreift var í öll hús á Suðurnesjum í vor:

Hér má sjá orðsendingu frá Kölku sem dreift var í öll hús á Suðurnesjum í vor