- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Alls 60.450.000 milljónum var úthlutað til 37 verkefna úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja fyrir árið 2018. Athöfnin var haldin á Park Inn by Radison 14. desember sl. Sjö af verkefnunum falla beint innan Reykjanesbæjar og önnur tengst honum í formi Suðurnesja- og Reykjanesverkefna.
Eftirtalin verkefni Reykjanesbæjar fengu styrk úr Uppbyggingarsjóði:
Kynning á bókmenntaarfinum . Umsækjandi: Bókasafn Reykjanesbæjar ásamt almenningsbókasöfnum í Garði, Grindavík, Sandgerði og Vogum . Verkefnastjóri: Stefanía
Gunnarsdóttir. Flokkur: Menning.
Markmið verkefnisins er að kynna bókmenntaarfinn, minna á gamla og góða höfunda og bókmenntaverk, kynna yngri höfunda og verk þeirra. Leggja áherslu á læsi og mikilvægi lesturs. Efl um leið menningarlífið á svæðinu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 700 þús.
Barnamenning í Reykjanesbæ. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Guðlaug María Lewis.
Verkefnið er barnamenningarhátíð með þátttöku 10 leikskóla bæjarins allra 6 grunnskólanna, Fjölbrautarskóla Suðurnesja, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og dansskólanna tveggja í bænum.
Markmið verkefnisins er m.a. að gera börn að þátttakendum í menningarlífi frá fyrstu tíð, gera skapandi greinum í skólastarfi hærra undir höfði og að viðurkenna mikilvægi skapandi hugsunar. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.1 milljónir.
Hljómlist án landamæra. Umsækjandi: Sveitarfélögin 5 á Suðurnesjum. Verkefnastjóri: Guðlaug María Lewis. Flokkur: Menning.
Markmið hátíðarinnar er að auka gæði, gleði, aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í menningarlífinu. Jafnframt að koma list fólks með fötlun á framfæri og auka samstarf á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 milljónir.
Þingvellir og þjóðarvitundin. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Valgerður Guðmundsdóttir. Flokkur: Menning.
Verkefnið er sýning á Þingvallamyndum úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar og úr einkasafni Sverris Kristinssonar. Við veltum fyrir okkur gildi þessa helgasta staðar íslendinga fyrir þjóðarvitundina og einnig áhrifum Þingvalla á myndlist þjóðarinnar í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 milljónir.
Eitt ár á Suðurnesjum. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Valgerður Guðmundsdóttir. Flokkur: Menning.
Listasafn Reykjanesbæjar og Norræna húsið i Færeyjum verða í samstarfi með stóra ljósmyndasýningu. Norræna húsið leggur til sýninguna „Foroyar i et år“ og listasafnið sýninguna „Eitt ár á Suðurnesjum“. Í báðum sýningum hefur öllum heimamönnum verið boðið að senda inn ljósmyndir af daglegur lífi sinu á ákveðnum tíma. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1,5 milljónir.
Safnahelgi á Suðurnesjum . Umsækjandi: Sveitarfélögin 5 á Suðurnesjum. Verkefnastjóri: Valgerður Guðmundsdóttir . Flokkur: Menning.
Safnahelgi á Suðurnesjum er sameiginleg kynning allra safna, sýninga og setra á Suðurnesjum sem liður í menningarferðaþjónustu utan hins hefðbundna ferðamannatíma. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2 milljónir.
Endurbygging Gömlu búðar. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Tryggvi Þór Bragason. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.
Verkefnið lýtur að uppbyggingu Gömlu búðar sem reist var af H.P. Duus kaupmanni í Keflavík árið 1871. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 4 milljónir.