Sjö verkefni innan Reykjanesbæjar hljóta styrk

Fulltrúarnir sex úr starfsliði Reykjanesbæjar sem veitti styrkjunum viðtöku á fimmtudag. Fv. Ásbjör…
Fulltrúarnir sex úr starfsliði Reykjanesbæjar sem veitti styrkjunum viðtöku á fimmtudag. Fv. Ásbjörn Jónsson, Tryggvi Þór Bragason, Valgerður Guðmunsdóttir, Guðlaug María Lewis, Halla Karen Guðjónsdóttir og Stefanía Gunnarsdóttir.

Alls 60.450.000 milljónum var úthlutað til 37 verkefna úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja fyrir árið 2018. Athöfnin var haldin á Park Inn by Radison 14. desember sl. Sjö af verkefnunum falla beint innan Reykjanesbæjar og önnur tengst honum í formi Suðurnesja- og Reykjanesverkefna.

Eftirtalin verkefni Reykjanesbæjar fengu styrk úr Uppbyggingarsjóði:

Kynning á bókmenntaarfinum . Umsækjandi: Bókasafn Reykjanesbæjar ásamt almenningsbókasöfnum í Garði, Grindavík, Sandgerði og Vogum . Verkefnastjóri: Stefanía
Gunnarsdóttir. Flokkur: Menning.
Markmið verkefnisins er að kynna bókmenntaarfinn, minna á gamla og góða höfunda og bókmenntaverk, kynna yngri höfunda og verk þeirra. Leggja áherslu á læsi og mikilvægi lesturs. Efl um leið menningarlífið á svæðinu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 700 þús.

Barnamenning í Reykjanesbæ. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Guðlaug María Lewis.
Verkefnið er barnamenningarhátíð með þátttöku 10 leikskóla bæjarins allra 6 grunnskólanna, Fjölbrautarskóla Suðurnesja, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og dansskólanna tveggja í bænum.
Markmið verkefnisins er m.a. að gera börn að þátttakendum í menningarlífi frá fyrstu tíð, gera skapandi greinum í skólastarfi hærra undir höfði og að viðurkenna mikilvægi skapandi hugsunar. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.1 milljónir.

Hljómlist án landamæra.  Umsækjandi: Sveitarfélögin 5 á Suðurnesjum. Verkefnastjóri: Guðlaug María Lewis. Flokkur: Menning.
Markmið hátíðarinnar er að auka gæði, gleði, aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í menningarlífinu. Jafnframt að koma list fólks með fötlun á framfæri og auka samstarf á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 milljónir.

Þingvellir og þjóðarvitundin. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Valgerður Guðmundsdóttir. Flokkur: Menning.
Verkefnið er sýning á Þingvallamyndum úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar og úr einkasafni Sverris Kristinssonar. Við veltum fyrir okkur gildi þessa helgasta staðar íslendinga fyrir þjóðarvitundina og einnig áhrifum Þingvalla á myndlist þjóðarinnar í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 milljónir.

Eitt ár á Suðurnesjum. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Valgerður Guðmundsdóttir. Flokkur: Menning.
Listasafn Reykjanesbæjar og Norræna húsið i Færeyjum verða í samstarfi með stóra ljósmyndasýningu. Norræna húsið leggur til sýninguna „Foroyar i et år“ og listasafnið sýninguna „Eitt ár á Suðurnesjum“. Í báðum sýningum hefur öllum heimamönnum verið boðið að senda inn ljósmyndir af daglegur lífi sinu á ákveðnum tíma. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1,5 milljónir.

Safnahelgi á Suðurnesjum . Umsækjandi: Sveitarfélögin 5 á Suðurnesjum. Verkefnastjóri: Valgerður Guðmundsdóttir . Flokkur: Menning.
Safnahelgi á Suðurnesjum er sameiginleg kynning allra safna, sýninga og setra á Suðurnesjum sem liður í menningarferðaþjónustu utan hins hefðbundna ferðamannatíma. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2 milljónir.

Endurbygging Gömlu búðar. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Tryggvi Þór Bragason. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.
Verkefnið lýtur að uppbyggingu Gömlu búðar sem reist var af H.P. Duus kaupmanni í Keflavík árið 1871. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 4 milljónir.

Hér má nálgast upplýsingar um hin verkefnin 30.