Umhverfismiðstöð kemur lifandi jólatrjám til förgunar

Jólatrén sem áður brýddu stofu býðst starfsfólk Umhverfismiðstöðvar nú til að sækja við heimili fól…
Jólatrén sem áður brýddu stofu býðst starfsfólk Umhverfismiðstöðvar nú til að sækja við heimili fólks að undangenginni pöntun á þjónustu.

Umhverfismiðstöð Reykjanesbæjar býður upp á hirðingu lifandi jólatrjáa frá íbúum og kemur þeim til förgunar. Hringja þarf í síma 420 3200 og óska eftir þjónustunni, sem verður á boðstólnum dagana 7. - 11. janúar. Íbúar þurfa að koma trénu fyrir utanhúss á sýnilegum stað vilji þeir nýta þjónustu Umhverfismiðstöðvar.

Umhverfismiðstöð Reykjanesbæjar er opin kl. 07:00 - 16:00 mánudaga til fimmtudaga og kl. 07:00 - 12:30 föstudaga.