Hér getur þú fylgst með framvindu framkvæmda í bænum og fengið nýjustu upplýsingar. Um lifandi gögn er að ræða sem breytast reglulega og gefa góða mynd af því sem er í gangi í bænum hverju sinni.
Malbikunarframkvæmdir 14. september.
Á næstu dögum fara fram malbikunarframkvæmdir á eftirfarandi götum í bænum, ef veður leyfir:
Laugardagur 14. september Krossmói, frá kl. 09:00 til 15:00
Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og virða lokanir, merkingar og leiðbeiningar á meðan framkvæmdum stendur. Gera má ráð fyrir umferðartöfum og eru íbúar beðnir um að forðast akstur um svæðin sé þess nokkur kostur á meðan unnið er.
Við þökkum fyrir samstarfið og biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Umhverfisvaktin verður uppfærð eins oft og unnt er yfir vikuna, en henni er deilt vikulega eða eins og nauðsynlegt er, hér á síðunni. Einnig er hægt að fylgjast með helstu framkvæmdum á vegum bæjarins á kortasjá Reykjanesbæjar.