- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes

Unnið hefur verið að mótun sýnar fyrir Akademíureit sem er auða svæðið milli Reykjaneshallar og Krossmóa við mörk Njarðvíkur og Keflavíkur.
Stofnaður var starfshópur undir forystu bæjarstjóra með fulltrúum bæjarráðs, formanni umhverfis- og skipulagsráðs, skipulagsfulltrúa og lögfræðingi umhverfis- og framkvæmdasviðs. Starfshópurinn valdi ALTA ráðgjafa þeim til halds og traust vegna víðtækrar reynslu þeirra af skipulagi og samráði.
Markmiðið er að móta sýn og setja stefnu um þróun svæðisins sem leiðarljós að formlegu skipulagi og markvissri uppbyggingu.
Eftir ýtarlega greiningarvinnu, samráð við valda aðila og almenna skoðanakönnun er hér lögð fram tillaga til kynningar og umræðu um nýtt svæði fyrir miðbæjartengda starfsemi, sem nýtt akkeri til að treysta verslun, þjónustu, búsetu og menningu í Reykjanesbæ með nýju samkomutorgi og öruggum aðlaðandi gönguleiðum og hógværri byggð. Íbúar hafa tækifæri til að mynda sér upplýsta skoðun með möguleika á að koma henni á framfæri og hafa þannig áhrif á uppbyggingu bæjarins.
Vinsamlega notið gáttina hér á þessari síðu til þess að koma á framfæri ábendingum, skoðun eða hugleiðingum. Skipulagsfulltrúi veitir nánari upplýsingar sé þess óskað á netfanginu skipulag@reykjanesbaer.is.
Ábendingagátt fyrir Akadmíureitinn
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)