Barna- og ungmennahátíð verður sett með pompi og prakt í fimmtánda sinn fimmtudaginn 7. maí. Hátíðin er samvinnuverkefni  Reykjanesbæjar og fjölmargra stofnana og félaga í bænum m.a. allra 10 leikskóla bæjarins, allra 7 grunnskólanna, Tónlistarskólans, dansskólanna Bryn Ballett Akademíunnar og Danskompanís og listnámsbrautar Fjölbrautaskóla Suðurnesja,  Listasafns Reykjanesbæjar, Fjörheima og fleiri.

Laugardaginn 9. maí fer fram fjölskyldudagskrá í og við Duus Safnahús.

Laugardaginn 16. maí fer fram ungmennadagskrá í og við Fjöreheima.

Laugardaginn 23. maí fer fram dagskrá á grænum svæðum og á Ásbrú.

Fylgist með ítarlegri dagskrá þegar nær dregur.