17. júní hátíðarhöld

Fjallkona í fylgd skáta.
Fjallkona í fylgd skáta.

Þann 17. júní fögnum við 75 ára lýðveldisafmæli Íslands með hátíðar- og skemmtidagskrá í skrúðgarðinum í Keflavík. Dagskrána má sjá hér að neðan og auglýsinguna hér.

12:30
Hátíðarguðþjónusta í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Prestur: Sr. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista. Einnig mun Orpheus hópurinn syngja í guðsþjónustunni. 

13:30
Skrúðganga Heiðabúa leggur af stað frá Skátaheimilinu– Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilar undir. 

14:00-16:00
Hátíðardagskrá í skrúðgarði
Þjóðfáninn dreginn að húni: Kristján G. Gunnarsson, fyrrverandi formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins.*
Þjóðsöngur: Karlakór Keflavíkur
Setning: Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar
Ávarp fjallkonu: Azra Crnac, háskólastúdent
Ræða dagsins: Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar 

Skemmtidagskrá á sviði
Danskompaní
Bryn Ballet Akademían
Dýrin í Hálsaskógi
Friðrik Dór 

Skemmtun í skrúðgarði
Hestateyming
Hoppukastalar
Tattútjald

Skemmtistöðvar:
Taekwondodeild Keflavíkur
Júdódeild UMFN
Fimleikadeild Keflavíkur

Sölutjald frá skátafélaginu Heiðabúum
Söluskúrar frá Ungmennaráði körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og UMFN

Lýðveldiskaka
Í tilefni af 75 ára lýðveldisafmæli Íslands býður forsætisráðuneytið í samvinnu við Landssamband bakarameistara upp á Lýðveldisköku. 

 Landssamband bakarameistara hefur hannað Lýðveldisköku í samstarfi við forsætisráðuneytið í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Boðið verður upp á kökuna í miðbæ Reykjavíkur og verður hún 75 metrar á lengd. Þá verður einnig boðið upp á a kökuna í þeim bæjarfélögum þar sem félagsmenn í Landssambandi bakarameistara reka bakarí og verður sú kaka 75 metrar á lengd sem skiptist niður á viðkomandi bæjarfélög. 

Kakan verður í boði á eftirtöldum stöðum, í samvinnu við sveitarfélög á hverjum stað:  Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Hveragerði og Reykjanesbæ. 

Lýðveldiskakan er er þriggja botna mjúk súkkulaðikaka með karamellu- rjómaostakremi og Odense marsipani.

Kaffisala
Kl. 14:30 – Kaffisala Kvenfélags Keflavíkur í Hvammi við Suðurgötu
Kl. 13-17 – Kaffisala Körfuknattleiksdeildar UMFN í Njarðvíkurskóla
Kl. 13:30-16:30 – Kaffisala Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í Myllubakkaskóla

Kvölddagskrá í Ungmennagarði í umsjón Fjörheima.
Fyrir 7. – 10. bekk
Kl. 21:00-23:00
Silent Disco, þrjár mismunandi tónlistarrásir, tveir plötusnúðar/DJ.
Aðgangseyrir 1500 kr.

 Söfn og sýningar
Rokksafn Íslands, Hljómahöll
11:00-18:00 ókeypis fyrir 16 ára og yngri

Duus Safnahús, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar
12:00-17:00 földi nýrra sýninga, ókeypis fyrir alla.