340 afmæliskveðjur

Ein af afmæliskveðjunum
Ein af afmæliskveðjunum

Einni flottust afmælisveislu allra tíma er nú lokið. Það eru líklegast flestir sammála því að afmælisveisla sú sem leikskólar Reykjanesbæjar buðu upp á á Listahátíð barna rennur seint úr minni. Nú eru gestirnir farnir heim en „afmælisbarnið“ yljar sér við skemmtilegar minningar. Gestirnir létu nefnilega ekki sitt eftir liggja og skrifuðu og teiknuðu afmæliskveðjur til afmælisbarnsins og hengdu á snúrur í Bíósal. Samtals bárust afmælisbarninu 340 litríkar og fjölbreyttar kveðjur frá gestunum í tilefni 20 ára afmælis Reykjanesbæjar sem verður þann 11. júní nk. Ekki amalegir gestir það!