Bæjarhlið Reykjanesbæjar skreytt fallegum listaverkum barna.
Bæjarhlið Reykjanesbæjar skreytt fallegum listaverkum barna.

Fréttatilkynning frá Reykjanesbæ:

Þriggja  ára fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árin 2014-2016 verður lögð fram í bæjarstjórn nk. þriðjudag 6. nóvember.

Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur fyrir afskriftir og fjármagnsliði verði fyrir bæjarsjóð á árinu 2014 um 869,8 m.kr, á árinu 2015 um 1.069,8 m.kr og á árinu 2016 um 1.269,8 m.kr, og fyrir samstæðu á árinu 2014 um 3.368,6 m.kr, á árinu 2015 um  3.586,6 m.kr og á árinu 2016 um 3.562,6.
Rekstrarafgangur að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða, verður fyrir bæjarsjóð á árinu 2014 um 284,8 m.kr, á árinu 2015 um 484,8 m.kr og á árinu 2016 um 684,4 m.kr, og fyrir samstæðu á árinu 2014 um 248,6 m.kr, á árinu 2015 um 448,6 m.kr og á árinu 2016 um 424,6 m.kr.

Eignir á íbúa fyrir bæjarsjóð eru áætlaðar á árinu 2014 um 2.074 þús.kr, á árinu 2015 um 2.045 þús.kr og á árinu 2016 um 2.029 þús.kr, og fyrir samstæðu á árinu 2014 3.218 þús.kr, á árinu 2015 um 3.144 þús.kr og á árinu 2016 um 3.068 þús.kr.
Skuldir og skuldbindingar á íbúa fyrir bæjarsjóð eru áætlaðar á árinu 2014 um 1.358 þús.kr, á árinu 2015 um 1.304 þús.kr og á árinu 2016 um 1.248 þús.kr, og fyrir samstæðu eru áætlaðar á árinu 2014 um 2.404 þús.kr, á árinu 2015 um 2.291 þús.kr og á árinu 2016 um 2.180 þús.kr.

Veltufjárhlutfall fyrir bæjarsjóð er á árinu 2014 um 1,0, á árinu 2015 um 0,93 og á árinu 2016 um 1,78, og fyrir samstæðu er á árinu 2014 um 1,27, á árinu 2015 um 1,3 og á árinu 2016 um 1,82.
Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs er fyrir árið 2014 um 34,51%, fyrir árið 2015 um 36,26% og fyrir árið 2016 um 38,49. Eiginfjárhlutfall samstæðu er fyrir árið 2014 um 25,31%, fyrir árið 2015 um 27,11% og fyrir árið 2016 um 28,93%.

Veltufé frá rekstri fyrir bæjarsjóð er áætlað á árinu 2014 um 999,8 m.kr, á árinu 2015 um 1.199,8 m.kr og á árinu 2016 um 1.399,8 m.kr, og fyrir samstæðu er áætlað á árinu 2014 um 2.497,8 m.kr, á árinu 2015 um 2.697,8 m.kr og á árinu 2016 um 2.673,8 m.kr.
Handbært fé frá rekstri er áætlað fyrir bæjarsjóð á árinu 2014 um 964,7 m.kr, á árinu 2015 um 1.192,7 m.kr og á árinu 2016 um 1.339,8 m.kr,  og fyrir samstæðu er áætlað á árinu 2014 um 2.447,1 m.kr, á árinu 2015 um 2.690,7 m.kr og á árinu 2016 um 2.643,8 m.kr.