45 ára afmæli Tjarnarsels haldið hátíðlegt

Frá afmælishátíð Tjarnarsels
Frá afmælishátíð Tjarnarsels

Í dag var haldið upp á 45 ára afmæli leikskólans Tjarnarsels. Dagurinn var sérstaklega tileinkaður Tjarnarselsbörnunum, boðið var upp á hoppukastala, andlitsmálningu og leikhópurinn Lotta var með leiksýningu í boði foreldrafélagsins og leikskólans. Jafnframt bauð félagið upp á afmælistertu og formaður fræðsluráðs færði leikskólanum bókargjöf frá fræðsluskrifstofunni.
Í dag voru einnig tvö eplatré gróðursett á útisvæði leikskólans. Vefhönnunarfyrirtækið Kosmos og Kaos, sem hannaði vefsíðu Reykjanesbæjar, færði bænum trén sem þakklætisvott fyrir gott samstarf. Síðan munu Tjarnarselsbörnin og kennarar fóstra þau. Fulltrúi bæjarstjórnar og formaður fræðsluráðs veitti trjánum viðtöku.