- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Föstudaginn 24. október verður kvennaverkfall haldið um land allt. Samtök launafólks ásamt fjölmörgum öðrum baráttusamtökum kvenna og hinsegin fólks standa að deginum, en nú eru 50 ár liðin frá því að konur lögðu fyrst niður störf til þess að krefjast jafnréttis.
Meginmarkmið kvennaverkfallsins er að störf kvenna og kvára séu metin að verðleikum, að kerfisbundnu launamisrétti verði útrýmt og að komið verði í veg fyrir kynbundið ofbeldi.
Hlutfall kvenna sem starfa hjá Reykjanesbæ er ríflega 70% og tekur sveitarfélagið undir mikilvægi þess að störf þeirra séu metin að verðleikum og í því samhengi má nefna að sveitarfélagið hefur innleitt jafnlaunastefnu og fengið jafnlaunavottun til að tryggja að svo sé. Reykjanesbær hefur hvatt til þess að leitað verði leiða til að gera konum og kvárum kleift að leggja niður störf þann 24. október og skapa aðstæður til þess, t.a.m. með breytingu á skipulagi og/eða lokunum ef svo ber undir.
Hluti af starfsemi sveitarfélaga er með þeim hætti að ekki er mögulegt að leggja hana alfarið niður, líkt og stuðningur við fatlað fólk. Kappkostað verður að tryggja þjónustu á öllum sviðum svo velferð, öryggi og heilsu fólks verði á engan hátt stofnað í hættu.
Umfram allt skulum við sýna samstöðu með konum og kvárum og gera allt sem í okkar valdi stendur til að sem flest geti tekið þátt í deginum.
Í Reykjanesbæ verður peppsamkoma í Stapa á vegum Bókasafnsins kl. 11:30 í tilefni dagsins. Hólmfríður Jenný Árnadóttir, sviðsstýra fjölskyldusviðs sveitarfélagsins Voga, mun stýra dagskránni. Öll eru hvött til að mæta og sýna samstöðu.
Einhver skerðing verður á þjónustu sveitarfélagsins þennan dag og má sjá yfirlit yfir það hér:
(Athugið að við uppfærum skjalið eins fljótt og auðið er)

Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)