- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Á leikskólanum Heiðarseli í Reykjanesbæ hefur verið lögð sérstök áhersla á læsi og lestur. Það hefur skilað eftirtektarverðum árangri, þar sem almenna reglan er að við útskrift úr leikskólanum geti meirihluti nemenda í skólahóp lesið einfaldan texta. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Reykjanesbæjar þakkar þennan árangur markvissri vinnu kennara sem unnin er í góðri samvinnu við fjölskyldur barnanna. Gylfi Jón segir að leikskólar í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði starfi eftir sameiginlegri framtíðarsýn þar sem lögð sé sérstök áhersla á læsi og stærðfræði frá fyrsta degi skólagöngu. Það skili sér í því að nemendur komi nú betur undirbúnir undir grunnskólagöngu en áður, og árangur nemenda á Heiðarseli sé gott dæmi um það.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös