Aðalgata lokuð við Smáratún 22. - 27. júlí

Horft inn Smáratúnið frá Aðalgötu þar sem framkvæmdir standa nú yfir.
Horft inn Smáratúnið frá Aðalgötu þar sem framkvæmdir standa nú yfir.

Aðalgata verður lokuð við Smáratún frá kl. 8.00 mánudaginn 22. júlí næstkomandi vegna gatnagerðarframkvæmda. Gatan verður opnuð aftur seinnipart dags laugardaginn 27. júlí. Vegfarendum er bent á að nýta sér hjáleiðir meðan á framkvæmdum stendur og sýna aðgát við framkvæmdasvæði.

Leið R1 mun aka eftirfarandi hjáleið meðan á framkvæmdum stendur:

Strætó mun aka upp Tjarnargötu frá Hringbraut, inn Hátún og upp Aðalgötu meðan lokun stendur yfir