- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Í umfjöllun Morgunblaðsins miðvikudaginn 9. maí eru bornir saman ársreikningar átta stærstu sveitarfélaga á landinu. Þar kemur m.a. fram að aðeins tvö sveitarfélög af átta stærstu skila hagnaði af bæjarsjóði (A-hluta) en það eru Garðabær og Reykjanesbær.
Í Umfjöllun um Reykjanesbæ segir:
"Reykjanesbær er meðal þeirra sveitarfélaga sem hafa átt í miklum fjárhagslegum erfiðleikum og fengið aukaframlag úr Jöfnunarsjóði til að greiða úr þeim. Ársreikningur Reykjanesbæjar ber hins vegar með sér að reksturinn hafi gengið vel í fyrra og var rekstrarafgangur upp á rúmlega 1,3 milljarða fyrir fjármagnsliði á árinu. Reykjanesbær og Garðabær voru einu sveitarfélögin í hópi átta stærstu sem skiluðu jákvæðri rekstrarniðurstöðu af A-hluta bæjarsjóðs í fyrra. Í Reykjanesbæ var afgangurinn 33,3 milljónir. Hjá bæjarsjóði Garðabæjar var hann hins vegar rúmlega 284 milljónir og einnig varð afgangur af samstæðunni hjá Garðabæ í fyrra upp á 352 milljónir."
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)