- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Undirbúningur fyrir fallega Aðventugarðinn okkar er nú kominn á fullt skrið. Markmiðið með Aðventugarðinum er að lýsa upp svartasta skammdegið og skapa góða og notalega stemningu fyrir jólabörn á öllum aldri á aðventunni. Aðventugarðurinn verður opinn frá kl. 14-17 laugardaga og sunnudaga í desember og frá kl. 18-21 á Þorláksmessu. Þá er undirbúningur fyrir opnun Aðventusvellsins einnig farinn af stað og er áætlað að svellið opni um miðjan nóvember.
Reykjanesbær býður og hvetur áhugasama aðila til að taka þátt í að skapa sannkallaða jólastemningu í Aðventugarðinum en nú er opið fyrir umsóknir um sölukofa og umsóknir fyrir hvers kyns viðburðahald, uppákomur eða dagskrá.
Umsóknarfrestur er til og með 13. nóvember.

Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)