Aðventugarðurinn helgina 17. til 18. des.

Njótum aðventunnar í Aðventugarðinum

Það var líf og fjör um liðna helgi þegar Aðventugarðurinn og Aðventusvellið voru opin í blíðskaparviðri. Hægt var að gera góð kaup í jólakofunum, gæða sér á heitu kakó, grilla sykurpúða og maula á ljúffengum kræsingum. Lalli töframaður, Brynja og Ómar, Kósýbandið, Ronja ræningjadóttir, Grýla og jólasveinar tróðu upp í litla sviðskofanum okkar og vöktu mikla lukku.

Dagskráin um helgina

Við höldum áfram að njóta aðventunnar saman í Aðventugarðinum en um helgina, 17. og 18. desember verða fjölbreyttir söluaðilar í jólakofunum þar sem hægt verður að kaupa prjónavörur, síld, harðfisk, kerti, skartgripi, smákökur og annan jólalegan varning sem er hentugur í jólapakkann.

Í Aðventugarðinum verður nýr ratleikur, jólasveinar kíkja í heimsókn og taka lagið, Grýla gleður börnin ásamt jólaálfum og skemmtilegum persónum úr Ronju ræningjadóttur. Á sunnudaginn kemur risastór ísbjörn í heimsókn sem hægt verður að taka mynd af sér með og Húlladúllan sýnir skemmtilegt ljósaatriði með húllahringjunum sínum.

Aðventusvellið er opið alla fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga og er hægt að kaupa aðgang á staðnum eða á heimasíðu Aðventusvellsins

dAGSKRÁ Í AÐVENTUGARÐINUM