Notaleg jóladagskrá í desember

Í desember fer Reykjanesbær í  hátíðarbúning og bærinn iðar af lífi, ljósi og fjölbreyttum viðburðum fyrir fólk á öllum aldri. Aðventan býður upp á samkomur, tónleika, listasýningar og jólagleði víða um bæinn. Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem fram undan er, og hvetjum við íbúa og gesti til að njóta samveru, menningar og jólahátíðarinnar í bænum okkar.

Aðventugarðurinn

Aðventugarðurinn verður opinn allar helgar í desember fram að jólum frá kl. 14:00–17:00, þar verður lifandi dagskrá og spennandi varningur til sölu í sölukofunum. 
Á Þorláksmessu verður opið kl. 18:00–21:00.

Garðurinn er dásamlegur staður til að taka inn jólaandann og þar geta íbúar og gestir átt saman notalegar stundir í aðdraganda jóla.
Fleiri upplýsingar og dagskrá má finna hér eða fylgjast vel með á samfélagsmiðlum Reykjanesbæjar. 

Aðventuljósaganga, tendrun jólatrésins og kósýkvöld Betri bæjar

4. desember
Mæting er við jólatréð í Aðventugarðinum kl. 16:45. Þar fá þátttakendur ljósabönd á meðan birgðir endast og hvetjum við gesti einnig til að koma með eigin ljósgjafa.
Gangan hefst kl. 17:00 og verður leidd af jólasveini um miðbæinn þar sem má búast við skemmtilegum uppákomum.
Í lok göngu verður jólatréð tendrað kl. 18:00 og öllum boðið upp á heitt kakó og piparkökur.
Sölukofarnir verða opnir til kl. 21:00 og Aðventusvellið opið frá kl. 17:00–21:00. Samhliða stendur Betri bær fyrir kósýkvöldi með frábærum tilboðum í verslunum og á veitingastöðum.

Aðventusvellið – stemning og jólatónlist undir tindrandi ljósum

21. nóvember – 31. desember
Aðventusvellið verður opið föstudaga til sunnudaga í desember og bíður gestum upp á einstaka upplifun undir nýju tindrandi ljósaþaki og jólatónlist. 
Nánari upplýsingar má finna á adventusvellid.is.

Jólin í Duus safnahúsum

Í desember verða ævintýraleg söguspjöld á sýningum safnahúsanna sem segja frá jólatrésskemmtunum frú Ásu Olavsen í Bryggjuhúsinu um aldamótin 1900.
Gestir geta einnig sest niður í ró og næði, föndrað einfalt jólaskraut og skrifað óskalista til jólasveinanna, sem Skessan kemur til skila til frænda sinna.

Listasafn Reykjanesbæjar

2. desember – Eldri borgarar fá leiðsögn frá Helgu Þórsdóttur safnstjóra og Karvel Granz

Bókasöfn Reykjanesbæjar – jólagleði alla aðventuna

1. desemberOpni leikskólinn 13-15 nærandi og skapandi samvera fyrir fjölskyldur
4. desemberSköpum saman jólakúlur úr endurvinnanlegu efni í Stapasafni
6. december – Heimskonur, jólahittingur
7. desemberNotaleg jólasögustund á Króatísku kl. 11:00
8. desemberOpni leikskólinn 13-15 nærandi og skapandi samvera fyrir fjölskyldur
11. desemberSköpum saman jólakort úr gömlum bókum, tímaritum og öðru efni í aðalsafni
13. desemberVinnustofa með Gabi, saumaðir verða jólapokar og þeir skreyttir úr endurnýttu efni í aðalsafni
18. desemberSköpum saman jólatré úr gömlum tímaritum í Stapasafni

Að auki í desember:

  • Skiptimarkaður fram að jólum í aðalsafni og Stapasafni

  • Upplestur Gunnhildar Þórðar úr nýrri ljóðabók – nánar auglýst síðar

  • Jólabíó fyrir börn á hverjum sunnudegi í aðalsafni

Hljómahöll – jólatónleikar og uppistand

12. desember – Ari Eldjárn: Áramótaskop 2025
14. desember – GDRN & Magnús Jóhann: Nokkur jólaleg lög
17. desember – Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens – 40 ára afmælisár tónleikaraðarinnar
30. desember – Valdimar: Áramótatónleikar

Jólafjör í Fjörheimum – dagskrá fyrir 8.–10. bekk

5. desember – Formleg opnun á nýju podcast-rými Fjörheima
8. desember – Kósý kvöld með jólamynd og sameiginlegu nammisalati.
10. desember – Feluleikur í myrkri
15. desember – Piparkökuhúsaskreytingarkeppni
17. december – Jóla-opið hús
19. desember – Skautaferð á Aðventusvellið

Viðburðir á Nesvöllum

4. desember – Sagnagleði og bókakynning, kl. 14:00
5. desember – Basar FEBS, kl. 13:30
12. desember – Eldeyjarkórinn, kl. 14:00
19. desember – Jólapeysudagur og tónleikar Marínu Óskar, kl. 14:00
23. desember – Skötuveisla í hádeginu með undirspili

Þrettándagleði

6. janúar
Jólin verða kvödd með glæsilegri þrettándagleði á hátíðarsvæði við Hafnargötu 12.
Blysför frá Myllubakkaskóla hefst kl. 18:00 og gengið verður að hátíðarsvæðinu í fylgd álfa og púka þar sem Grýla tekur á móti gestum.
Brenna, flugeldasýning og heitt kakó og piparkökur bíða allra sem mæta.