- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Reykjanesbær og Fjölbrautaskóli Suðurnesja hafa framlengt samstarfssamning sinn um sálfræðiþjónustu við skólann. Boðið var upp á þjónustuna í fyrravetur og þótti ljóst að hún var mjög mikilvæg fyrir nemendur skólans. Mikil ánægja ríkir því með áframhaldandi samstarf. Skólaþjónusta Fræðslusviðs Reykjanesbæjar mun sinna sálfræðiþjónustunni.
Samningurinn, sem er til tveggja ára, nær til sálfræðiþjónustu sem er nemendum skólans að kostnaðarlausu. Boðið er upp á einstaklingsviðtöl fyrir nemendur, þar sem áhersla er lögð á ráðgjöf, fræðslu og stuðning. Tilgangur þjónustunnar er að stuðla að almennri velferð nemenda skólans.
Foreldrar og nemendur eru hvattir til að kynna sér þjónustuna betur á vef Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös