Áframhaldandi gott samstarf tryggt

Frá undirritun samnings við Hjallastefnuna sem fram fór á Akri 6. júní sl.
Frá undirritun samnings við Hjallastefnuna sem fram fór á Akri 6. júní sl.

Á dögunum voru undirritaðir þrír viðaukar við samninga um rekstur leikskóla í Reykjanesbæ. Þetta eru Heilsuleikskólinn Háaleiti og Hjallastefnuleikskólarnir Akur og Völlur.

Með undirrituninni er tryggt áframhaldandi gott samstarf milli Reykjanesnesbæjar og Skóla ehf. annars vegar og Reykjanesbæjar og Hjallastefnunnar hins vegar um rekstur áðurnefndra leikskóla.