- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Tímamótafundur var í bæjarráði í morgun þegar 1200. fundurinn fór fram. Tímamótanna var meðal annars fagnað með þeirri ákvörðun að semja um lok á skráningu sögu Keflavíkur. Keflavíkurkaupstaður á 70 ára afmæli á árinu og Reykjanesbær 25 ára afmæli.
Saga Keflavíkur er til í þremur bindum og lýkur árið 1949 þegar Keflavík fékk kaupstaðaréttindi. Bjarni Guðmarsson skráði. Með skráningu fjórða og síðasta bindis verður síðustu 45 árum í sögu Keflavíkurkaupstaðar 1949-1994 gerð skil. Reykjanesbæ varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna 11. júní 1994 og fagnar því 25 ára afmæli á árinu.
Sögu annarra bæjarhluta Reykjanesbæjar, Hafna og Njarðvíkur, er lokið.
Með því að smella á þennan tengil má lesa stutta útgáfu af sögu bæjarhlutanna og Reykjanesbæjar.
Með því að smella á þennan tengil má lesa fundargerð bæjarráðs frá 1200. fundi.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)