Allt að 300 störf munu skapast í Reykjanesbæ - einkarekið sjúkrahús byggt að Ásbrú

Vilja ráðast í umfangsmiklar endurbætur á sjúkrahúsinu að Ásbrú
Vilja ráðast í umfangsmiklar endurbætur á sjúkrahúsinu að Ásbrú

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) hefur í samstarfi við Iceland Healthcare ákveðið að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á sjúkrahúsinu að Ásbrú, í Reykjanesbæ. Á sjúkrahúsinu verða þrjár skurðstofur og 35 legurými, þar sem boðið verður upp á sérhæfðar meðferðir fyrir útlendinga. Allt að 300 störf munu skapast í tengslum við starfsemina. Gert er ráð fyrir að þjónustuþegar verði um 1.000 talsins fyrsta starfsárið en tvöfaldist síðan á næstu tveimur árum, með árlegum tekjum sem áætlaðar eru um 3,5 milljarðar króna.

Góð aðstaða og þekking í Reykjanesbæ
Fyrirhugað er að nýta gamla hersjúkrahúsið að Ásbrú en ráðist verður í umfangsmiklar endurbætur á því undir stjórn Kadeco. Framkvæmdir við sjúkrahúsið munu hefjast á öðrum ársfjórðungi 2010. Jafnframt verður notast við íbúðarhúsnæði á svæðinu fyrir sjúklinga og aðstandendur. Val á staðsetningu starfseminnar réðst af miklu leiti af þeirri miklu þekkingu og reynslu af þjónustu við erlenda ferðamenn sem er á svæðinu og mun nýtast vel við ýmsa tengda þjónustu.

Verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag
Gera má ráð fyrir að erlendir sjúklingar sem sækja sjúkraþjónustu utan heimalands ferðist með aðstandendum og dvelji að jafnaði í tvær vikur eftir meðferð í endurhæfingu. Umtalsverðar gjaldeyrisstekjur geta því skapast þessu tengt og má ætla að árlegar rekstrartekjur af starfseminni geti numið allt að 3,5 milljörðum króna á ári. Þá eru ótaldar tekjur af ferðatengdri starfsemi og þjónustu. Allt að 300 störf munu skapast við endurbyggingu, starfsemi sjúkrahússins og afleidd störf á svæðinu vegna ýmissar þjónustu.

Útlendingar sækja heilbrigðisþjónustu í auknu mæli utan heimalands
Undanfarin ár hafa reglur fjölmargra landa innan Evrópusambandsins tekið breytingum, sem gerir fólki auðveldara um vik að sækja heilbrigðisþjónustu utan heimalands. Einstaklingar geta þannig sjálfir ákveðið hvert þeir sækja þjónustu. Í Skandinavíu hefur fjöldi einkarekinna sjúkrahúsa verið starfrækt með góðum árangri.

Iceland Healthcare mun í fyrstu sérhæfa sig í liðskiptaaðgerðum, offituaðgerðum og meðferðum því tengdu. Félagið mun leggja áherslu á markaðssetningu í Noregi og Svíþjóð en fljótlega einnig í Bretlandi. Í framtíðinni eru einnig uppi áform um að bjóða þjónustu félagsins til Bandar&iacut