- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Það verður ótal margt um að vera í söfnum, setrum og sýningum á Suðurnesjum um helgina (9. og 10. mars) þegar Safnahelgi verður haldin í 11.sinn.
Íbúar Suðurnesja eru hvattir til að taka rúntinn og endilega að bjóða með sér gestum. Athygli er vakin á því að ókeypis er inn á öll söfnin að þessu tilefni og um leið á þá dagskrá sem er í boði á hverjum stað nema annað sé tekið fram. Sveitarfélögin fimm á Suðurnesjum hafa unnið sameiginlega að undirbúningi dagskrárinnar og er verkefnið stutt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Sjá má alla dagskrána á. Með því að smella á þennan tengils opnast vefur Safnahelgi
Sérstakur opnunarviðburður verður í Hljómahöll á laugardaginn kl. 11:30. Þar verður útgáfu bókarinnar Frumkvöðlar og tónlistarrætur á Suðurnesjum fagnað. Kynnt verður átaksverkefni Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um tónlist og tónlistarhefð. Flutt verður brot af því besta úr Söngvaskáldum á Suðurnesjum.
Síðan rekur hver viðburðurinn annan á hinum ýmsu stöðum í sveitarfélögunum á Suðurnesjum og eru gestir hvattir til að kynna sér dagskrána vel. Meðal þess sem er í boði í Reykjanesbæ er eftirfarandi:
Opið klukkan 11 - 18
Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Þar er saga tónlistar á Íslandi sögð allt frá árinu 1830 til dagsins í dag. Safnið frumsýnir um þessar mundir nýjan hluta safnsins sem unnin var í samstarfi við fyrirtækið Gagarín sem sérhæfir sig m.a. í gagnvirkum lausnum fyrir söfn. Í nýja hlutanum geta gestir skoðað sögu íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita í gegnum gagnvirka plötuspilara. Sjón er sögu ríkari.
Opið hús í Safnamiðstöð Reykjanesbæjar, Ramma, Innri-Njarðvík
Klukkan 12-17
Starfsfólk Byggðasafnsins tekur á móti gestum í safngeymslunum í Ramma í Innri-Njarðvík. Þar má sjá og fræðast um mikilvægt innra starf safnanna og þá góðu aðstöðu sem söfnin búa að í Reykjanesbæ hvað það varðar. Í eigu Byggðasafnsins eru um 16.000 munir, stórir og smáir, og nýlega tók safnið við stærsta slökkvibíl í heimi af Vellinum sem áður var í eigu Varnarliðsins. Þá gefst gestum kostur á að skoða listaverka- og ljósmyndageymslur. Í fórum safnsins er einnig að finna leikfangasafn Helgu Ingólfsdóttur og verður það gert sýnilegt gestum á Safnahelginni, ekki síst fyrir börnin.
Klukkan 12-17
Í tengslum við þær 7 sýningar sem eru í gangi í húsunum verður boðið upp á ýmsa skemmtilega viðburði.
Sunnudagur klukkan 13 og 16. Félag harmonikkuunnenda á Suðurnesjum leikur sjómannalög.
Pappírsbátagerð og ratleikur, laugardag og sunnudag.
Afmælissýning Byggðasafns Reykjanesbæjar. Á sýningunni er farið yfir 40 ára sögu safnsins og dregin upp mynd af fjölbreyttum verkefnum safnsins í þeim miklu breytingum sem orðið hafa á samfélaginu á þessum árum.
Sunnudagur klukkan 14:00: Leiðsögn sýningarstjóra Eiríks P. Jörundssonar.
Guðjón er með allra markverðustu myndlistarmönnum þjóðarinnar og hefur haldið yfir þrjátíu einkasýningar og tekið þátt í samsýningum um allan heim.
Sunnudagur klukkan 15: Leiðsögn listamanns og Aðalsteins Ingólfssonar sýningarstjóra.
Ljósmyndasýning á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar í tilefni af því að á þessu ári eru liðin 80 ár frá því að Ungmennafélagið setti á stofn Byggðasafn Keflavíkur og 75 ár liðin frá því að Keflavík varð kaupstaður. Á sýningunni gefur að líta fjölda ljósmynda af fólki í kaupstaðnum og hvernig bæjarfélagið hefur tekið breytingum á þessum árum.
Sunnudagur klukkan 15: Sýningarstjóri og ljósmyndari verða á staðnum og ræða við gesti og gangandi. Gott tækifæri til að koma til skila upplýsingum um myndirnar.
Listrænar ljósmyndir úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar
Fastasýning Byggðasafns Reykjanesbæjar, þar sem stiklað er á stóru í sögu svæðisins frá upphafi byggðar þar til þorp myndast í byrjun síðustu aldar.
Sýning um myndun og mótun Reykjanesskagans, lífríki og náttúrufar. Reykjanes Geopark er á jarðvangaskrá UNESCO ásamt 119 öðrum svæðum í heiminum.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)