Alþingiskosningar - 25 september 2021

Kjörskrá í Reykjanesbæ, vegna alþingiskosninga sem fram fara þann 25. sept 2021, liggur frammi á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 fram að kjördegi.

Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá, einnig er hægt skoða kjörská á kosning.is. Athugasemdum við kjörskrá skal beint tilbæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

Kosið er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði

 Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00.
Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í stofu 221, s. 420 4515.

Yfrkjörstjórn Reykjanesbæjar