- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
„Stærstu fréttirnar í atvinnumálum sem ég hef að segja ykkur eru þessar; Það er komin efnisleg niðurstaða í samninga Noðruáls og HS orku um útvegun orku til álvers í Helguvík. Stærsta hindrunin er þá frá í lok maraþon hindrunarhlaups. Ég þykist þess fullviss að það standi ekki á ríkisstjórninni að klára málið sín megin, fremur en sveitarfélögum. Munum að umhverfisvænustu álver í heiminum eru á Íslandi og við sláum hvergi af þeim kröfum, vel á annað þúsund manns munu fá vinnu, fasteignaverð styrkist, vinnufúsar hendur geta fengið störf og meðallaun hækka verulega á svæðinu.“ Þetta er meðal þess sem Árni Sigfússon segir í ávarpi sínu á Ljósanótt í lok árgangagöngu. Þúsundir manna tóku þátt í árgangagöngunni niður Hafnargötu í Reykjanesbæ í dag og fögnuðu bjartari tíð.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)