- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Konur verða í forgrunni á árlegu Erlingskvöldi Bókasafns Reykjanesbæjar vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Menningarkvöldið er í ár unnið í samstarfi við Byggðasafn Reykjanesbæjar og fer fram í Bíósal Duus safnahúsa fimmtudagskvöldið 26. mars. Dagskrá hefst kl. 20:00.
Erla Hulda Halldórsdóttir sérfræðingur hjá Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands mun flytja erindið „Konur, saga og kvenfrelsi“ og Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns mun fjalla um viðburði á vegum Reykjanesbæjar sem tengjast 100 ára afmælinu. Gestum mun gefast kostur á að líta á þrjár af sýningum Duus safnahúsa, 15/15 - Konur og myndlist, Gestastofu Reykjanes jarðvangs og úrval verka Erlings Jónssonar, sem Erlingskvöld er kennt við.
Rúsínan í pylsuendann er tónlistarflutningur Andreu Gylfadóttur og Þóris Baldurssonar. Andrea mun syngja texta eftir konur við undirleik Þóris.
Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös