- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Andrea Ósk Sigurðardóttir nemandi í Holtaskóla sigraði í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fór í Duushúsum 4. mars sl.
Þar komu fram 12 nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar og Sandgerðis en þeir höfðu áunnið sér rétt til þátttöku eftir að hafa sigrað í skólakeppni. Í öðru sæti varð Bjarni Fannar Bjarnason úr Heiðarskóla og í þriðja sæti Teitur Ari Theódórsson úr Akurskóla.
Stóra upplestrarkeppnin hefst á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og sjá kennarar sem kenna 7. bekkingum um þjálfun í framsögn og fallegum upplestri með nemendum allan veturinn.
Á hátíðinni komu fram jafnaldrar keppenda úr Tónlistarskólum Reykjanesbæjar og Sandgerði og fluttu tónverk.
Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar þakkar öllum þeim sem komu að þessu verkefni í ár og óskar sigurvegurunum til hamingju.
Mynd: sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni ásamt skólastjórum.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)