- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Í dag er annar dagur heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ.
Fjöldi fólks tók þátt í geðræktargöngu Bjargarinnar í gær og góð aðsókn var á fyrirlestur Loga Geirssonar landsliðskappa.
Að auki buðu nemendur og kennarar leikskólans Tjarnarsels bæjarbúa velkomna í vettvangsferðir, áhugasamir gátu tekið þátt í stafagöngu á vegum tómstundastarfs eldri borgara og skotdeild Keflavíkur var með opinn dag á skotsvæði deildarinnar.
Mörg fyrirtæki voru með opið hús og buðu fríar mælingar.
Á dagskrá heilsu- og forvarnarvikunnar í dag er m.a. kynning á dansi, foreldramorgun, skákmót, kynning í alkido og málstofa Bjargarinnar "Þjónusta í nærumhverfi".
Í kvöld kl. 20:00 verður borgarafundur í Duushúsum í boði Heimilis og skóla undir yfirskriftinni "Stöðvum einelti."
Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér dagskrána
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)