Vindaspá Veðurstofu Íslands kl. 18:00 þriðjudaginn 10. desember. Ljósmynd: Veðurstofa Íslands
Vindaspá Veðurstofu Íslands kl. 18:00 þriðjudaginn 10. desember. Ljósmynd: Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæði, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðarfirði, vestfjörðum, Ströndum og norðurland vestra, norðurlandi eystra og miðhálendi. Vindur getur orðið allt að 28 m/s segir á vef Veðurstofu Íslands.

Appelsínugulu ástandi hefur verið lýst yfir á Faxaflóa á tímabilinu 10. desember kl. 13:00 til 11. desember kl. 10:00. Veðurspá fyrir svæðið áætlar að gangi í norðan rok 20-18 m/s. „Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörun er í gildi. Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er ólki bent á að sýna varkárni. Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar

Vefur Veðurstofu Íslands

Hér má sjá svæðið sem fellur undir Faxaflóa