Árgangaganga og áframhaldandi veisla framundan á Ljósanótt

Fjör á Bryggjuballi á föstudagskvöldi Ljósanæturhátíðar. Ljósmynd: Ozzo
Fjör á Bryggjuballi á föstudagskvöldi Ljósanæturhátíðar. Ljósmynd: Ozzo

Gríðargóð stemmning var á Ljósanótt í Reykjanesbæ í gærkvöldi og heimatónleikar í gamla bænum, sem endurteknir voru eftir ánægjulega byrjun í fyrra, vöktu mikla lukku. Veðurblíðan hjálpaði líka til og blíðan staldrar áfram við á Ljósanæturhátíð. Í dag verður hin sívinsæla Árgangaganga einn af hápunktum dagsins, ásamt tónlistarveislu Magnúsar Kjartanssonar á hátíðarsviðinu í kvöld. Þá mun HS Orka lýsa upp Bergið sem í framhaldi verður tendrað fyrir veturinn undir dynjandi tónlist Páls Óskars.

Börnin taka daginn snemma í dag og munu heimsækja Línu Langsokk sem skemmtir í Ungmennagarðinum  við 88 húsið. Og börnin geta haldið áfram að skemmta sér, skoðað Leikfangasýningu, Álfabækur, sprellað með leikhópnum Lottu, tekið þátt í skrímslalátum, upplifað stemmninguna og skellt sér í leiktæki.

Það er að venju 50 ára árgangurinn sem er sérstakur gestur Árgangagöngunnar og ræðumaður hópsins er Keflvíkingurinn Árelía Eydís Guðmundsdóttir. Syngjandi sveifla hefst í Duus Safnahúsum að lokinni göngu, sýningasalir og vinnustofur verða opnar í allan dag og hönnunarveislan sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra opnaði í gær á Park Inn by Radisson heldur áfram. Það fagnar hönnunarfyrirtækið MÝR 10 ára afmæli svo fátt sé nefnt. Deginum sem svo hægt að ljúka á Pink Floeyd messu í Keflavíkurkirkju, sem hefst kl. 23:00.

Dagskrána í heild sinni má nálgast á vef Ljósanætur, www.ljosanott.is