Árgangur 2020 í leikskóla

Innritun barna fædd 2020 í leikskóla Reykjanesbæjar

Nú er hafin innritun barna í leikskóla sem fædd eru 2020 og verða tveggja ára á þessu ári. Þegar hafa verið send út bréf til hóps foreldra og áfram verður unnið að því í mars mánuði. Það verða því öll börn fædd 2020 sem eiga inni umsókn búin að fá boð um leikskólapláss í apríl. Reynt er eins og hægt er að mæta óskum og þörfum foreldra þegar kemur að vali á leikskóla, en því miður eru sum hverfi barnmeiri en önnur.

Flest börnin hefja síðan leikskólagönguna í ágúst/september og er það ávallt tilhlökkunarefni að taka á móti nýjum leikskólabörnum og foreldrum þeirra inn í leikskólana.

Þar sem árgangur 2020 er óvenju fjölmennur hefur verið ákveðið að stækka leikskólann Holt í Innri-Njarðvík og bætast þar við 36 pláss sem verða tilbúin í lok ágúst og hefur þegar verið auglýst eftir starfsfólki. Einnig hefur verið fjölgað plássum á leikskólunum Akri og Velli.

Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar