Árleg þríþraut 3N á laugardag í Vatnaveröld

Úr sprettþrautskeppni 3N
Úr sprettþrautskeppni 3N

Árleg þríþraut 3N – Þríþrautadeildar UMFN fer fram laugardaginn 27. ágúst í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Keppt verður í sprettþraut að morgni dags en fjölskylduþríþraut, liðakeppni hefst í hádeginu. Skráningu lýkur 25. ágúst.

Sprettþrautin hefst kl 9:00 í Vatnaveröld þar sem keppt verður í 400 metra sundi, 10 km hjólreiðum og 2,5 km klaupi. Boðið verður upp á byrjendaflokk í sprettþrautinni. Sömu greinar verða þreyttar í fjölskylduþríþrautinni sem hefst kl. 12.30 en vegalengdir eru styttri. Keppt verður í 200 metra sundi, hjólaðir 5 km og hlaupið 2 km.