Árleg vorhreinsun Reykjanesbæjar verður 24. - 28. apríl

Vel snyrtur garður í Reykjanesbæ. Ljósmynd Oddgeir Karsson.
Vel snyrtur garður í Reykjanesbæ. Ljósmynd Oddgeir Karsson.

Hin árlega vorhreinsun Reykjanesbæjar hefst 24. apríl og stendur til 28. apríl.

Við hvetjum íbúa til að nýta þessa daga til hreinsunar á görðum sínum og snyrta einnig tré og runna sem vaxa við gangstéttar og göngustíga.

Ef íbúar óska eftir aðstoð við að fjarlægja það sem tilfellur á þessum dögum, þá er hægt að hafa samband við Þjónustumiðstöð í síma 420 3200.