Ásdís Kristinsdóttir lætur af störfum í Sundmiðstöðinni

Ásdís Kristinsdóttir
Ásdís Kristinsdóttir

Ásdís Kristinsdóttir var kvödd í dag eftir farsælt starf í Vatnaveröld / Sundmiðstöð.   Af því tilefni þakkaði Árni Sigfússon, bæjarstjóri, Addý fyrir vel unnin störf.  Samstarfsfólk hennar færði henni einnig kveðjugjafir og svo var boðið í kaffi að hætti Sundmiðstöðvarinnar.  Við þökkum Addý samstarfið og óskum henni góðrar heilsu og gæfu til framtíðar.