Ást tveggja Njarðvíkinga á íslenskri náttúru á sýningu

Nú stendur yfir í Stofunni í Duus Safnahúsum sýning á verkum tveggja Njarðvíkinga, þeirra Áka Gränz heitins og Oddgeirs Karlssonar ljósmyndara sem báðir unnu og unna íslenskri náttúru. Sýningin samanstendur af 15 ljósmyndum Oddgeirs sem teknar eru víða á Reykjanesinu og grjóti úr safni Áka, sem m.a. var ástríðufullur steinasafnari.

Við fráfall Áka eignaðist Reykjanesbær mikið steinasafn ásamt fjölda listaverka og á sýningunni núna má sjá úrval úr steinasafninu en listaverkin bíða betri tíma. Sýningin mun standa í sumar og eru bæjarbúar hvattir til að koma og njóta. 

Duus Safnahús eru opin alla daga kl. 12:00 til 17:00.