Átt þú jólapakka?

Allir eiga skilið að fá jólapakka, átt þú einn til að gefa?
Allir eiga skilið að fá jólapakka, átt þú einn til að gefa?

Eins og undanfarin ár stendur Flughótel fyrir jólapakkasöfnun í samstarfi við Velferðarsjóð Suðurnesja og Reykjanesbæjar.

Jólapökkunum verður safnað saman undir jólatré í Listasalnum á Flughóteli móti Bókasafni Reykjanesbæjar. Leikskólabörn á Holti sáu um að skreyta tréð með skrauti sem þau bjuggu til sjálf.

Síðasti móttökudagur pakka er þriðjudagur 21.desember.

Úthlutanir fara fram á Flughóteli 21. og 22.desember milli kl.13 og 17