Aukin þjónusta hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er í Hljómahöll.
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er í Hljómahöll.

Skrifstofa Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er nú opin alla virka daga kl. 9.00 - 17:00.  Sóley Bára Garðarsdóttir var nýverið ráðin í 50% starf skólaritara við hlið Öldu Ögmundsdóttur sem gengt hefur starfi skólaritara í 50% starfi um langt árabil. 

Þetta eru sannarlega tímamót í sögu skólans. Opnunartími skrifstofu er lengdur um helming með tilheyrandi hækkun þjónustustigs.