Bæjarráð fagnar og leggur drög að frumvarpi

Bæjarhlið Reykjanesbæjar.
Bæjarhlið Reykjanesbæjar.

Bæjarráð Reykjanesbæjar fagnar einróma þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hefja viðræður við Reykjanesbæ um uppbyggingu í Helguvík sem byggir á samskonar stuðningi og gert er í þegar framlögðum frumvörpum um stuðning við Bakka og Norðurþing.

Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í morgun var lagt fram erindi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra  um að ríkisstjórnin hafi falið fjármála- og efnahagsráðherra að hefja viðræður við Reykjanesbæ varðandi aðkomu ríkisins að hafnarframkvæmdum í Helguvík.

Bæjarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og drög að frumvarpi þar sem bæjarráð samþykkir þau efnisatriði sem eru sambærileg við frumvörp ríkisstjórnarinnar vegna Bakka og Norðurþings. Bæjarráð fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að hefja viðræður við Reykjanesbæ varðandi aðkomu ríkisins að hafnarframkvæmdum í Helguvík.