Bæjarráð fundar vegna jarðhræringa á Reykjanesi

Frá fundi bæjarráðs
Frá fundi bæjarráðs

Bæjarráð Reykjanesbæjar ákvað á fundi sínum þann 31. janúar sl. að taka umræður um jarðhræringarnar á Reykjanesi á dagskrá næsta fundar.

Sá fundur fór fram í gær, 6. febrúar og mættu á hann fulltrúar Almannavarna Ríkislögreglustjóra, Lögreglunnar á Suðurnesjum, HS Orku, HS Veitna, Umhverfissviðs Reykjanesbæjar, Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur og Grindavíkurbæjar. Fundurinn var upplýsandi og veitti góða yfirsýn yfir stöðuna. 

Eins og staðan er núna er mest áhersla lögð á Grindavík og svæðið þar í kring.

Þegar tími og tækifæri gefst verður sjónum beint að öðrum sveitarfélögum og innviðum á Suðurnesjum.
Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu en óvissustig er enn í gildi.