Bæjarstjórar í Sandgerði og Reykjanesbæ skrifa undir þjónustusamning

Sandgerðisbær hefur um árabil  fengið sérfræðiþjónustu fyrir leik – og grunnskóla hjá fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.
Nýi samningurinn nær líkt og áður til rekstrarráðgjafar til skóla og sérfræðiþjónustu fyrir leik – og grunnskóla í Sandgerði.
Samningurinn felur einnig í sér að bæjarfélögin ásamt Garðinum hafa nú sameiginlega framtíðarsýn í menntamálum, þar sem ætlunin er að bæta námsárangur í skólum.
Verkefnið felur meðal annars í sér aukna samvinnu milli leik og grunnskóla og foreldra.
Samningurinn er til fimm ára og tekur gildi nú þegar.