Bæjarstjóri og Ráin bjóða öllum í Þroskahjálp á Suðurnesjum á jólaball í dag

Frá jólaballi bæjarstjóra á Ránni.
Frá jólaballi bæjarstjóra á Ránni.

Árni Sigfússon bæjarstjóri og veitingamaðurinn Vífill á Ránni bjóða öllum í Þroskahjálp á Suðurnesjum á jólaball á Ránni í dag kl. 15 - 17.

Védís Hervör Árnadóttir mun flytja jólalög við undirleik Baldurs Guðmundssonar og hver veit nema jólasveinn kíki í heimsókn.