Bæjarstjórn harmar ákvörðun Landsbankans

Ráðhús Reykjanesbæjar.
Ráðhús Reykjanesbæjar.

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsir yfir vonbrigðum með þá ákvörðun Landsbankans að segja upp starfsmönnum við útibú bankans í Reykjanesbæ og flytja á annan tug starfa af svæðinu. Þetta svæði hefur mörg undanfarin ár glímt við mikið atvinnuleysi og erfitt hefur verið fyrir fólk með framhaldsmenntun að finna störf við hæfi.  Því skýtur skökku við að fyrirtæki í eigu ríkisins skuli ekki axla samfélagslegar skyldur sínar og hlúa að því fólki sem hefur sýnt fyrirtækinu tryggð í gegnum tíðina.

Þetta kom fram á bæjarstjórnarfundi 16. september s.l.